Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júní 2023 07:01 Elli Egilsson er búsettur í Las Vegas en var með sýninguna SAMMÁLA ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, í Gallery Port. Vísir/Vilhelm Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira