Flutti austur á land vegna góða veðursins Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 17:09 Snædís Snorradóttir býr nú á Austurlandi en þar var sumarsól og blíða í dag. Instagram Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“ Veður Múlaþing Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“
Veður Múlaþing Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira