Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt. Vísir/Vilhelm Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44