Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar sýni gremju almennings skilning vegna launahækkana æðstu ráðamannaríkisins. Fjármálaráðherra bendir þó á að launin séu í rauninni að lækka sé tekið tillit til verðbólgu.

Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deildu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Verkfallsaðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið grunnskólabarna.

Hægagangur á húsnæðismarkaði og aðgerðir Seðlabankans hafa þrengt mjög að möguleikum ungs fólks til að komast inn á markaðinn. Sérfræðingur hjá HMS segir markaðinn rólegan en þó ekki alveg botnfrosinn.

Við segjum líka frá drónaárásum sem dundu bæði á Moskvu og Kænugarð snemma í morgun. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×