Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 23:33 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023 Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023
Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20