Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. maí 2023 18:01 Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun