Ófarir Leclerc halda áfram Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 23:00 Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari Vísir/Getty Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur fengið þriggja sæta refsingu fyrir Mónakó-kappakstur morgundagsins og mun hann því ræsa sjötti á morgun. Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing. Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing.
Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira