Bayern München hrifsaði titilinn úr höndum Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 15:34 Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München er þýskur meistari í knattspyrnu ellefta árið í röð eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn Köln í lokaumferð deildarinnar í dag. Dortmund þurfti sigur gegn Mainz til að halda toppsætinu og tryggja sér titilinn, en liðið þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og misstu þar með titilinn frá sér. Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira