Bayern München hrifsaði titilinn úr höndum Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 15:34 Jamal Musiala skoraði sigurmark Bayern. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München er þýskur meistari í knattspyrnu ellefta árið í röð eftir dramatískan 2-1 útisigur gegn Köln í lokaumferð deildarinnar í dag. Dortmund þurfti sigur gegn Mainz til að halda toppsætinu og tryggja sér titilinn, en liðið þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli og misstu þar með titilinn frá sér. Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Spennustig heimamanna í Borussia Dortmund var greinilega nokkuð hátt er liðið mætti til leiks gegn Mainz og gestirnir tóku forystuna strax á 15. mínútu með marki frá Andreas Hanche-Olsen. Sebastien Haller fékk hins vegar gullið tækifæri til að jafna metin fyrir Dortmund af vítapunktinum stuttu síðar. Hollendingurinn lét þó verja frá sér og til að nudda salti í sárinn skoruðu gestirnir annað mark sitt fimm mínútum síðar og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn þegar Raphaël Guerreiro kom boltanum í netið á 69. mínútu áður en Niklas Süle jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartíma. Dortmund náði hins vegar ekki að pota inn sigurmarkinu og niðurstaðan því 2-2 jafntefli, sem þýddi að Dortmund þurfti að treysta á að Köln tæki stig af Bayern München til að titillinn væri þeirra. 😫😔😣 pic.twitter.com/I62zzuI9fk— Borussia Dortmund (@BVB) May 27, 2023 Í leik Köln og Bayern var það Kingsley Coman sem kom gestunum í Bayern yfir strax á áttundu mínútu leiksins og lengi vel leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins. Dejan Ljubicic jafnaði þó metin fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru til leiksloka og stuðningsmenn Dortmund fögnuðu ekki minna en stuðningsmenn heimamanna. Leikmenn Bayern eru þó með svarta beltið í því að vinna titla og Jamal Musiala tryggði liðinu sigur með marki á 89. mínútu og um leið þýska meistaratitilinn. 🏆 🏆 🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 #MiaSanMeister #FCBayern #MiaSanMia— FC Bayern München (@FCBayern) May 27, 2023 Úrslit dagsins Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Bochum 3-0 Bayer Leverkusen Dortmund 2-2 Mainz Borussia Mönchengladbach 2-0 Augsburg Frankfurt 2-1 Freiburg Köln 1-2 Bayern München RB Leipzig 4-2 Schalke 04 Union Berlin 1-0 Werder Bremen Stuttgart 1-1 Hoffenheim Wolfsburg 1-2 Hertha BSC
Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti