Fótbolti

Refsing Valencia fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius milduð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vinícius Júnior hefur mátt þola ítrekaða kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni.
Vinícius Júnior hefur mátt þola ítrekaða kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni. Aitor Alcalde Colomer/Getty Images

Eftir áfrýjun hefur refsing spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia fyrir kynþáttaníði í garð Vinícius Júnior verið milduð.

Eins og áður hefur verið fjallað um hér á Vísi varð Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Valencia í leik liðanna síðastliðinn sunnudag.

Vinícius hefur ítrekað látið í sér heyra varðandi kynþáttafordóma í spænsku deildinni, enda ekki í fyrsta sinn sem leikmaðurinn verður fyrir slíku. 

Í kjölfarið ákvað spænska úrvalsdeildin, La Liga, að refsa Valencia fyrir hegðun stuðningsmanna sinna. Refsingin fól í sér að félagið þyrfti að loka hluta stúkunnar í næstu fimm leikjum og greiða 45 þúsund evrur í sekt.

Félagið hafði tíu daga til að áfrýja ákvörðuninni, sem og það gerði. Félagið sagði refsinguna „óhóflega, óréttláta og foræmalausa.“

La Liga hefur því ákveðið að milda refsingu félagsins og Valenca þarf nú að loka hluta stúkunnar í þremur leikjum í stað fimm og sektin hefur lækkað niður í 27 þúsund evrur sem samsvarar rétt rúmlega fjórum milljónum króna.


Tengdar fréttir

Myrkur yfir Jesú­styttunni til stuðnings við Vinicius

Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×