„Hættir að haltra og farnir að labba“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:26 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Val 1-0 á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15. Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55