Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 19:31 Þorleifur Þorleifsson hlóp rúma 335 kílómetra um helgina. Vísir/Stöð 2 Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári. Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Sjá meira
Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Sjá meira
Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24
Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43