Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2023 19:31 Ásgeir Jónsson skorar á aðila vinnumarkaðrins að gera hófsama langtíma kjarasamninga og stjórnvöld til meira aðhalds í ríkisfjármálum. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í 8,75 prósent. Næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 23. ágúst. Seðlabankastjóri segir að ef aðrir aðilar í efnahagslífinu fari ekki að bregðast við muni vextir þurfa að hækka enn á ný í ágúst. Fyrir nokkrum mánuðum taldi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ólíklegt að meginvextir myndu hækka í tveggja stafa tölu. Nú nálgast þeir hana hratt og húsnæðislánavextir bankanna á óverðtryggðum lánum fara örugglega yfir tíu prósentin eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. „Við gerum bara það sem við þurfum að gera. Ef að það þarf tveggja stafa tölu til að ná verðbólgunni niður, þá tökum við tveggja stafa tölu. Það er ekkert annað sem við getum gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson hafði ekki trú á að meginvextir myndu ná tveggja stafa tölu fyrir nokkrum mánuðum en segir nú að Seðlabankinn muni ekki hika við að setja vextina í tveggja stafa tölu ef á þurfi að halda til að ná niður verðbólgu.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur ekki einungis beitt vaxtahækkunum í baráttunni við verðbólguna. Hann hefur einnig hert eignfjárkröfu heimila við töku húsnæðislána. Í mars hækkaði hann framlag viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr tveimur prósentum í 2,5 prósent og í dag hækkaði hann síðan bindskyldu bankanna á fjármunum sínum úr einu prósenti í tvö. Þetta er gert til að draga úr útlánagetu bankanna en lán til fyrirtækja hafa aukist töluvert að undanförnu. Efnahagslífið er á fleygi ferð og mikill hagvöxtur þannig að flytja hefur þurft inn tugi þúsunda manna til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á sama tíma og skortur er á húsnæði. Þá er spáð metfjölda ferðamanna á þessu ári. Væri ekki nær fyrir flugfélögin að einblína núna meira á skiptifarþega en endilega farþega til Íslands? „Ég ætla ekki að segja flugfélögunum hvað þau eiga að gera. En þetta sem þú nefnir er ein af ástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að herða taumhald peningastefnunnar,“ segir seðlabankastjóri. Til að dökk verðbólguspá Seðlabankans rætist ekki þurfi stjórnvöld að auka aðhald sitt í ríkisfjármálum. „Núna ætti að vera lag til þess að eyða halla á fjárlögum og ná jafnvel fram afgangi. Miðað við hvað tekjuvöxturinn er hraður út af því hvað hagvöxtur er mikill. Þannig að núna ætti að vera lag til að ná jafnvægi í ríkisfjarmálum.” Úr verkalýðshreyfingunni berast þær raddir að kannski væri best að gera annan skammtímasamning í ljósi aðstæðna. Seðlabankastjóri segir það í raun kröfu um enn frekari vaxtahækkanir. „Við þurfum langtímasamning. Við þurfum plan fyrir framtíðina. Við þurfum plan til að ná niður verðbólguvæntingum og tryggja stöðugleika. Við viðurkennum okkar ábyrgð að mögulega hefðum við átt að hækka meira og fyrr. En þetta er staðan núna og við þurfum að bregðast við miðað við hvernig verðbólguhorfurnar eru,” segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í 8,75 prósent. Næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 23. ágúst. Seðlabankastjóri segir að ef aðrir aðilar í efnahagslífinu fari ekki að bregðast við muni vextir þurfa að hækka enn á ný í ágúst. Fyrir nokkrum mánuðum taldi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ólíklegt að meginvextir myndu hækka í tveggja stafa tölu. Nú nálgast þeir hana hratt og húsnæðislánavextir bankanna á óverðtryggðum lánum fara örugglega yfir tíu prósentin eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. „Við gerum bara það sem við þurfum að gera. Ef að það þarf tveggja stafa tölu til að ná verðbólgunni niður, þá tökum við tveggja stafa tölu. Það er ekkert annað sem við getum gert,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson hafði ekki trú á að meginvextir myndu ná tveggja stafa tölu fyrir nokkrum mánuðum en segir nú að Seðlabankinn muni ekki hika við að setja vextina í tveggja stafa tölu ef á þurfi að halda til að ná niður verðbólgu.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur ekki einungis beitt vaxtahækkunum í baráttunni við verðbólguna. Hann hefur einnig hert eignfjárkröfu heimila við töku húsnæðislána. Í mars hækkaði hann framlag viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr tveimur prósentum í 2,5 prósent og í dag hækkaði hann síðan bindskyldu bankanna á fjármunum sínum úr einu prósenti í tvö. Þetta er gert til að draga úr útlánagetu bankanna en lán til fyrirtækja hafa aukist töluvert að undanförnu. Efnahagslífið er á fleygi ferð og mikill hagvöxtur þannig að flytja hefur þurft inn tugi þúsunda manna til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á sama tíma og skortur er á húsnæði. Þá er spáð metfjölda ferðamanna á þessu ári. Væri ekki nær fyrir flugfélögin að einblína núna meira á skiptifarþega en endilega farþega til Íslands? „Ég ætla ekki að segja flugfélögunum hvað þau eiga að gera. En þetta sem þú nefnir er ein af ástæðunum fyrir því að við teljum að við þurfum að herða taumhald peningastefnunnar,“ segir seðlabankastjóri. Til að dökk verðbólguspá Seðlabankans rætist ekki þurfi stjórnvöld að auka aðhald sitt í ríkisfjármálum. „Núna ætti að vera lag til þess að eyða halla á fjárlögum og ná jafnvel fram afgangi. Miðað við hvað tekjuvöxturinn er hraður út af því hvað hagvöxtur er mikill. Þannig að núna ætti að vera lag til að ná jafnvægi í ríkisfjarmálum.” Úr verkalýðshreyfingunni berast þær raddir að kannski væri best að gera annan skammtímasamning í ljósi aðstæðna. Seðlabankastjóri segir það í raun kröfu um enn frekari vaxtahækkanir. „Við þurfum langtímasamning. Við þurfum plan fyrir framtíðina. Við þurfum plan til að ná niður verðbólguvæntingum og tryggja stöðugleika. Við viðurkennum okkar ábyrgð að mögulega hefðum við átt að hækka meira og fyrr. En þetta er staðan núna og við þurfum að bregðast við miðað við hvernig verðbólguhorfurnar eru,” segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12
Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24. maí 2023 12:16
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02