Nauðsynlegt að laga gufulögnina á ný til að geta haldið úti sundkennslu Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2023 14:01 Sundlaugin í Laugarskarði í Hveragerði þykir en fegursta sundlaug landsins. Hveragerðisbær Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar. Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina. Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Bæjarráð tók fyrir áskorun frá sunddeild íþróttafélagsins Hamars á fundi sínum á mánudag þar skorað er á bæjaryfirvöld að bregðast við stöðunni. Í erindinu kemur fram að sunddeild Hamars hafi í áratugi haldið úti starfsemi í Laugarskarði og eigi sér djúpar rætur í menningu og íþróttalífi Hvergerðinga. „Sunddeildin hefur átt í verulegum erfiðleikum í gegnum árin við að halda úti starfsemi deildarinnar hér í Sundlauginni Laugarskarði. Vitað hefur verið að gufulögnin sem liggur að sundlauginni hefur ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægilegur hiti á sundlauginni, skólasund sem og sundæfingar falla því ítrekað niður,“ segir í erindinu. Lagfæring síðasta vor dugði ekki til Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Ráðist var endurnýjun á gufulögninni, frá sundlaugarkari og að sundlaugarhúsi, og hún stækkuð síðasta vor. Þær breytingar virðast þó ekki hafa dugað til að laga hitastigið í lauginni. „Það er vitað mál að til að laga þetta í eitt skipti fyrir öll verður að skipta út gufulögninni. Það er í raun forkastanlegt að við séum með eina af fallegustu sundlaugum landsins hér hjá okkur í Hveragerði en getum ekki nýtt okkur hana að fullu vegna annmarka á gufulögninni,“ segir í erindi sunddeildarinnar. Leita leiða til að lagfæra gufulögnina Ennfremur segir í bréfinu að það hafi valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir alla sundiðkun barna og fullorðinna í Hveragerði þegar sundlaugin verður óstarfhæf vegna kulda á veturna. Líkt og fram kemur í fundargerð samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leita leiða til að lagfæra gufulögnina.
Hveragerði Hamar Sundlaugar Tengdar fréttir Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Berjast fyrir fleiri klukkutímum í Laugarskarði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði telja mikið ákall eftir því að opnunartími sundlaugarinnar í Laugarskarði verði lengdur. Málið er komið á borð menningar- og frístundafulltrúa bæjarins. 24. október 2022 16:01