Hagsmunaverðir leggjast á sveif með sjóðunum
![Fjármálaráðuneytið áætlar að um 200 milljarða króna þurfi að núvirði til að mæta gjalddaga á skuldabréfum ÍL-sjóðs árið 2044.](https://www.visir.is/i/95967B1EA53D9BDFB967D3A5E6D152ECD4D1FE18CB043DC4335BE3196631F5E9_713x0.jpg)
Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn áformum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að slíta ÍL-sjóði. Að mati SFF munu útgjöld vegna sjóðsins ekki valda ríkissjóði „teljandi erfiðleikum" í framtíðinni og SA segja áform ráðherra um að slíta sjóðnum geta haft neikvæð áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamarkaði.