Fótbolti

Facebook-síða Maradona hökkuð: „Þið vitið að ég sviðsetti dauða minn“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diego Maradona lést árið 2020, þá sextugur að aldri.
Diego Maradona lést árið 2020, þá sextugur að aldri. Chris McGrath/Getty Images

Óprúttinn aðili hefur komist inn á Facebook-síðu knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og birtir þar heldur ónærgætnar færslur um þessar mundir.

Maradona er af flestum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, en hann lést árið 2020, sextugur að aldri.

Þrátt fyrir andlát þessa dáða knattspyrnumanns er Facebook-síða hans enn virk og hún aðallega notuð til að deila minningum og hvatningarorðum til argentínska landsliðsins og annarra liða sem Maradona lék með á sínum leikmannaferli.

Nú hefur hins vegar einhver tekið upp á því að ráðast inn á síðuna og deila þar vægast sagt furðulegum færslum. Fyrr í kvöld birtist þar færsla þar sem Maradona virðist spyrja fylgendur sína hvort þeir viti af því að dauði hans hafi verið sviðsettur.

Óprúttinn aðili birti færslu á Facebook-síðu Maradona fyrr í kvöld þar sem hann spyr fylgjendur hans hvort þeir geri sér grein fyrir að knattspyrnumaðurinn hafi sviðsett dauða sinn. Færslunni hefur nú verið eytt.Skjáskot

Þá hafa einnig birst nokkrar færslur þar sem þessi óprúttni aðili deilir Twitter-færslum frá aðgöngum sem eru ansi langt frá því að tengjast knattspyrnuferli Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×