Stefna að milljarða uppbyggingu á félagssvæði KA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 19:51 Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, undirrituðu samning um uppbyggingunu KA svæðisins í dag. Akureyrarbær Undirritaður var samningur á milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021. Áætlaður kostnaður við keppnisvöllinn, stúkumannvirkið og félags- og búningsaðstöðuna er rúmlega 2,6 milljarðar á núverandi verðlagi. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að útbúinn verði upphitaður aðalkeppnisvöllur með gervigrasi og 800 LUX flóðlýsingu og öðrum búnaði sem stenst leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) sem byggir á viðmiðunarreglum og kröfum leyfiskerfis Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Austan við keppnisvöllinn rís yfirbyggð stúka fyrir allt að 1.000 manns í sæti. Í stúkumannvirkinu verður áhaldageymsla fyrir félagssvæði KA, snyrtingar fyrir gesti, tæknirými fyrir keppnisvöll, æfingasalur, búningsklefi fyrir dómara, búningsklefi fyrir iðkendur/keppendur, aðstaða fyrir blaðamenn og söluafgreiðsla. Tölvuteiknuð mynd af uppfærðri stúku knattspyrnufélagsins. Akureyrarbær Á milli stúkumannvirkis og núverandi íþróttahúss verður reist um 1.600 fermetra félagsaðstaða sem hýsir meðal annars búningsklefa og júdósal. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma með anddyri á norður- og suðurhliðum húss sem tengir saman núverandi íþróttahús KA og nýtt stúkumannvirki við aðalvöll. Á jarðhæð félagsaðstöðunnar verða sex búningsklefar, afgreiðsla og móttaka, salerni, kaffistofa starfsmanna, stjórnun fyrir mannvirkið og velli, tæknirými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdósal í fullri stærð, snyrtingum, tæknirýmum, skrifstofu fyrir KA, tvískiptum félagssal og eldhúsi. Starfsemi KA fær nægt rými í nýju húsnæði. Akureyrarbær Frágangur teygir sig til ársins 2030 Í tilkynningunni kemur fram að verklok fyrir keppnisvöllinn séu áætluð í júlí 2023 en fyrir félagsaðstöðu og stúlku í árslok 2028. Frágangur á lóð félagssvæðisins teygir sig til ársins 2030. Framkvæmdirnar eru á vegum Akureyrarbæjar sem stendur straum af kostnaði við þær og teljast mannvirkin eign sveitarfélagsins að framkvæmdum loknum, að því er segir í tilkynningunni. KA tekur þátt í verkefninu með vinnu við ýmis verkefni sem tengjast innréttingu á efri hæð félagsaðstöðu auk kaupa á búnaði í eldhús og félagssal á sömu hæð. Sjá má samninginn hér. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma að svæðinu.Akureyrarbær Akureyri KA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að útbúinn verði upphitaður aðalkeppnisvöllur með gervigrasi og 800 LUX flóðlýsingu og öðrum búnaði sem stenst leyfisreglugerð Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) sem byggir á viðmiðunarreglum og kröfum leyfiskerfis Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). Austan við keppnisvöllinn rís yfirbyggð stúka fyrir allt að 1.000 manns í sæti. Í stúkumannvirkinu verður áhaldageymsla fyrir félagssvæði KA, snyrtingar fyrir gesti, tæknirými fyrir keppnisvöll, æfingasalur, búningsklefi fyrir dómara, búningsklefi fyrir iðkendur/keppendur, aðstaða fyrir blaðamenn og söluafgreiðsla. Tölvuteiknuð mynd af uppfærðri stúku knattspyrnufélagsins. Akureyrarbær Á milli stúkumannvirkis og núverandi íþróttahúss verður reist um 1.600 fermetra félagsaðstaða sem hýsir meðal annars búningsklefa og júdósal. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma með anddyri á norður- og suðurhliðum húss sem tengir saman núverandi íþróttahús KA og nýtt stúkumannvirki við aðalvöll. Á jarðhæð félagsaðstöðunnar verða sex búningsklefar, afgreiðsla og móttaka, salerni, kaffistofa starfsmanna, stjórnun fyrir mannvirkið og velli, tæknirými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdósal í fullri stærð, snyrtingum, tæknirýmum, skrifstofu fyrir KA, tvískiptum félagssal og eldhúsi. Starfsemi KA fær nægt rými í nýju húsnæði. Akureyrarbær Frágangur teygir sig til ársins 2030 Í tilkynningunni kemur fram að verklok fyrir keppnisvöllinn séu áætluð í júlí 2023 en fyrir félagsaðstöðu og stúlku í árslok 2028. Frágangur á lóð félagssvæðisins teygir sig til ársins 2030. Framkvæmdirnar eru á vegum Akureyrarbæjar sem stendur straum af kostnaði við þær og teljast mannvirkin eign sveitarfélagsins að framkvæmdum loknum, að því er segir í tilkynningunni. KA tekur þátt í verkefninu með vinnu við ýmis verkefni sem tengjast innréttingu á efri hæð félagsaðstöðu auk kaupa á búnaði í eldhús og félagssal á sömu hæð. Sjá má samninginn hér. Með nýrri félagsaðstöðu verður til ný aðkoma að svæðinu.Akureyrarbær
Akureyri KA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira