Ferrari undirbýr tugmilljóna tilboð í Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 23:15 Mun Hamilton aka við hlið Charles Leclerc hjá Ferrari á næsta tímabili? Vísir/Getty Svo gæti farið að sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes skipti yfir til keppinautanna í Ferrari fyrir næsta tímabil. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton. Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton.
Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira