Fótbolti

Leika fyrir luktum dyrum næsta árið eftir að tólf manns létu lífið

Aron Guðmundsson skrifar
Hinn 34 ára gamli Leslie Ferman Murcia var einn þeirra sem lét lífið í troðningnum á Cuscatlan leikvanginum í El Salvador
Hinn 34 ára gamli Leslie Ferman Murcia var einn þeirra sem lét lífið í troðningnum á Cuscatlan leikvanginum í El Salvador Vísir/Getty

Heima­leikir salvadorska knatt­spyrnu­fé­lagsins Ali­anza FC næsta árið verða leiknir fyrir luktum dyrum en knatt­spyrnu­sam­band El Salvador hefur kveðið upp dóm sinn í kjöl­far troðnings sem varð á leik­vangi fé­lagsins og dró tólf manns til bana.

Það er Reu­ters sem greinir frá en um­ræddur troðningur átti sér stað í seinni leik Ali­anza við Club Deporti­vo í átta liða úr­slitum í úr­slita­keppni efstu deildar El Salvador á Cus­catlan leik­vanginum.

Nú hefur knatt­spyrnu­sam­band El Salvador kveðið upp dóm sinn í málinu og dæmt Ali­anza FC til að leika heima­leiki sína fyrir luktum dyrum næsta árið.

Að auki mun fé­lagið þurfa að greiða sekt upp á 30 þúsund dollara, því sem nemur rúmum fjórum milljónum ís­lenskra króna.

Cus­catlan leik­vangurinn í El Salvador er einn stærsti leik­vangur Mið-Ameríku og getur tekið allt að 44 þúsund á­horf­endur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×