Rúnar Kristinsson: Leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu Árni Jóhannsson skrifar 22. maí 2023 21:43 Rúnar var ánægður með margt í leik kvölsins. Sérstaklega sigurinn Vísir / Anton Brink Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, var feginn þegar flautað var til leiksloka á Fram vellinum fyrr í kvöld. Hans menn náðu í langþráðan 1-2 sigur á Fram og hysjuðu sig upp úr fall sætunum. Rúnar var þó á því að mikil vinna sé framundan og þeir séu alls ekki hólpnir. „Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
„Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti