Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. maí 2023 19:24 Þorleifur var eðli málsins samkvæmt vankaður eftir að hafa bætt Íslandsmetið. Þorleifur Þorleifsson Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“ Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“
Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira