Listinn var settur saman af yfir 750 blaðamönnum, áhrifavöldum og ferðaskrifstofum og hann því sagður sá nákvæmasti af þessu tagi sem gerður hefur verið. Dæmt var út frá náttúrufegurð, fjölda árlegra sólardaga, meðalhitastigi og hversu sundhæf hver strönd væri.
Listinn hefur hlotið umfjöllun frá The Daily Mail, Thrillist og NRK.
Í lýsingu á fjörunni er hún sögð vera ólík sérhverri annarri strönd. Að dramatískt aðdráttarafl hennar og kraftur geri mann agndofa. Svartur sandur, jöklar í kring og stuðlaberg minni helst á annan heim.

Ásamt Reynisfjöru prýða strendur frá öllum heimshornum þennan lista. Hér eru tíu bestu strandir heims samkvæmt listanum:
- Lucky – Ástralía
- Source D‘Argent – Seychelles-eyjar
- Hidden – Filippseyjar
- Whitehaven – Ástralía
- One Foot – Cooks-eyjar
- Trunk – Jómfrúreyjar
- Honopu – Hawaiieyjar
- Reynisfjara – Ísland
- Navagio – Grikkland
- Balandra - Mexíkó
Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Við fjöruna stendur stuðlaberg og hellirinn Hálsanefshellir. Mikilvægt er að gæta varúðar þegar gengið er við Reynisfjöru þar sem kraftmikill öldugangur getur skapað hættu. Síðustu ár hefur borið á banaslysum í Reynisfjöru í kjölfar þess að varúðar var ekki nægilega gætt.