Veður

Gular við­varanir á nær öllu landinu vegna hvass­viðris

Atli Ísleifsson skrifar
Austfirðingar sleppa við mesta hvassviðrið.
Austfirðingar sleppa við mesta hvassviðrið. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á nær öllu landinu vegna suðvestan hvassviðris eða storms sem gengur yfir landið á morgun. Austurland virðist að mestu sleppa við hvassviðrið og eru ekki viðvaranir í gildi þar.

Viðvaranirnar taka víðast hvar gildi fyrir hádegi á morgun og er ferðaveður sagt varasamt. Þá er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Höfuðborgarsvæðið

  • Suðvestan hvassviðri (Gult ástand). 23. maí. kl. 10:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 15-20 m/s með hagléljum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Suðurland

  • Suðvestan hvassviðri (Gult ástand). 23. maí. kl. 10:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 15-20 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Faxaflói

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 11:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 15-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Breiðafjörður

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 11:00 – 22:00. Suðvestan 15-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Vestfirðir

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 11:00 – 23:00. Suðvestan 15-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Strandir og Norðurland vestra

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 14:00 – 24. maí. kl. 02:00. Suðvestan 18-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Norðurland eystra

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 15:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Suðausturland

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 12:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 18-23 m/s með skúrum eða hagléljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Miðhálendið

  • Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 23. maí. kl. 06:00 – 24. maí. kl. 06:00. Suðvestan 18-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×