Náða blaðamanninn sem var tekinn úr Ryanair-vél Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 12:02 Raman Pratasevitsj þegar hvítrússnesk stjórnvöld trilluðu honum út á furðulegan blaðmannafund árið 2021. Þar lýsti hann iðrun sinni og þvertók fyrir að hafa verið beittur ofbeldi í haldi stjórnvalda. Stjórnarandstaðan er þess fullviss að hann hafi verið þvingaður til þeirra yfirlýsinga. Vísir/Getty Hvítrússnesk stjórnvöld náðuðu í dag Raman Pratasevitsj, blaða- og andófsmann, sem var handtekinn eftir að flugvél Ryanair sem hann ferðaðist í var neydd til að lenda í Minsk árið 2021. Pratasevitsj hafði verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis meint brot. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneska ríkisútvarpinu að Pratasevitsj hafi skrifað undir öll tilskilin gögn til þess að hljóta náðun. „Ég er ótrúlega þakklátur landinu og auðvitað forsetanum persónulega fyrir þessa ákvörðun. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir,“ á hann að hafa sagt. Pratasevitsj var dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi, að skipuleggja óeirðir og að meiða æru Alexanders Lúkasjenka forseta fyrr í þessum mánuði. Handtaka Pratasevitsj vakti heimsathygli fyrir tveimur árum. Hann var um borð í flugvél Ryanair á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk yfirvöld skipuðu flugmönnunum að lenda í Minsk vegna meintrar sprenguhótunar. Þegar vélin lenti var Pratasevitsj og Sofia Sapega, kærasta hans, leidd út og handtekin. Evrópusambandið beitti Hvítrússa refsiaðgerðum eftir handtökuna. Vestrænir ráðamenn sökuðu stjórn Lúkasjenka forseta um að ræna flugvélinni. Pratasevitsj var látinn játa þátttöku í mótmælum gegn ríkisstjórninni og ráðabrugg um að steypa Lúkasjenka af stóli með tárin í augunum í myndbandsupptöku sem var sýnd í ríkisfjölmiðlum. Stjórnarandstöðuleiðtogar sem eru í útlegð segja að Pratasevitsj hafi verið þvingaður til að játa. Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Raman Pratasevitsj og Sofiu Sapega.Vísir/EPA Framseld til Rússlands Tveir fyrrverandi samstarfsmenn Pratasevitsj hjá fréttaveitunni Nexta sem fjallaði ítarlega um fjöldamótmælin gegn Lúkasjenka eftir umdeildar kosningar árið 2020 voru dæmdir í tuttugu og nítján ára fangelsi að þeim fjarstöddum á dögunum. Nexta var lýst hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum í fyrra. Sapega var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að æsa til mótmælanna gegn stjórnvöldum í fyrra. Hún er rússneskur ríkisborgari og féllust stjórnvöld í Minsk á að framselja hana til Rússlands í síðasta mánuði, að sögn rússneska fréttavefsins Meduza. Eftir að Sapega var dæmd í maí í fyrra birtust skilaboð í nafni Pratasevitsj á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem því var haldið fram að þau væru löngu skilin að skiptum og að hann væri giftur annarri konu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að það sé rétt eða hvort að Pratasevitsj hafi skrifað það af fúsum og frjálsum vilja. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27 Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneska ríkisútvarpinu að Pratasevitsj hafi skrifað undir öll tilskilin gögn til þess að hljóta náðun. „Ég er ótrúlega þakklátur landinu og auðvitað forsetanum persónulega fyrir þessa ákvörðun. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir,“ á hann að hafa sagt. Pratasevitsj var dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi, að skipuleggja óeirðir og að meiða æru Alexanders Lúkasjenka forseta fyrr í þessum mánuði. Handtaka Pratasevitsj vakti heimsathygli fyrir tveimur árum. Hann var um borð í flugvél Ryanair á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk yfirvöld skipuðu flugmönnunum að lenda í Minsk vegna meintrar sprenguhótunar. Þegar vélin lenti var Pratasevitsj og Sofia Sapega, kærasta hans, leidd út og handtekin. Evrópusambandið beitti Hvítrússa refsiaðgerðum eftir handtökuna. Vestrænir ráðamenn sökuðu stjórn Lúkasjenka forseta um að ræna flugvélinni. Pratasevitsj var látinn játa þátttöku í mótmælum gegn ríkisstjórninni og ráðabrugg um að steypa Lúkasjenka af stóli með tárin í augunum í myndbandsupptöku sem var sýnd í ríkisfjölmiðlum. Stjórnarandstöðuleiðtogar sem eru í útlegð segja að Pratasevitsj hafi verið þvingaður til að játa. Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Raman Pratasevitsj og Sofiu Sapega.Vísir/EPA Framseld til Rússlands Tveir fyrrverandi samstarfsmenn Pratasevitsj hjá fréttaveitunni Nexta sem fjallaði ítarlega um fjöldamótmælin gegn Lúkasjenka eftir umdeildar kosningar árið 2020 voru dæmdir í tuttugu og nítján ára fangelsi að þeim fjarstöddum á dögunum. Nexta var lýst hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum í fyrra. Sapega var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að æsa til mótmælanna gegn stjórnvöldum í fyrra. Hún er rússneskur ríkisborgari og féllust stjórnvöld í Minsk á að framselja hana til Rússlands í síðasta mánuði, að sögn rússneska fréttavefsins Meduza. Eftir að Sapega var dæmd í maí í fyrra birtust skilaboð í nafni Pratasevitsj á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem því var haldið fram að þau væru löngu skilin að skiptum og að hann væri giftur annarri konu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að það sé rétt eða hvort að Pratasevitsj hafi skrifað það af fúsum og frjálsum vilja.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27 Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38