FH-ingar gagnrýna vinnubrögð Klöru og KSÍ: „Algjörlega ótækt“ Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2023 22:45 Klara Bjartmarz og Kjartan Henry Finnbogason Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild FH gagnrýnir harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns félagsins. Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“ Besta deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar úrskurðar Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þess efnis að dæma leikmann FH, Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik FH og Víkings Reykjavíkur á dögunum. Dómarar umrædds leiks sáu ekki atvikið milli Kjartans Henrys og Nicolaj Hansen, sóknarmanns Víkings Reykjavíkur en Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi erindi til Aga- og úrskurðarnefndar sambandsins sem varðaði atvikið en á myndbandsupptöku sést Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. Með þessu nýtti Klara Bjartmarz sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. „Um það verður ekki deilt að þessi heimild er til staðar,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. „Hins vegar er framganga framkvæmdarstjórans í greinargerð sinni til Aga- og úrskurðarnefndar ámælisverð.“ Hún getur ekki sest í dómarasæti FH-ingar segja Klöru þar fullyrða það tvívegis í greinargerð sinni að Kjartan Henry hafi sýnt af sér óíþróttarmannslegan og hættulegan leik. „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti. Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar FH pic.twitter.com/2xqwKuzQNE— FHingar (@fhingar) May 21, 2023 Í úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar kemur fram að nefndin tekur undir þau sjónarmið FH að „ókleift sé að fullyrða að leikmaður FH hafi af ásetningi gerst brotlegur gagnvart leikmanni Víkings R.“ „Með öðrum orðum, þá telur nefndin ómögulegt að dæma um hvort að um viljaverk hafi verið að ræða í umræddu tilviki af hálfu Kjartans. Í huga FH, og líklega flestra annarra, þá ættu óviljaverk leikmanna varla að geta flokkast undir óíþróttamannslega hegðun eða gróf og alvarleg brot sem beri að refsa sérstaklega fyrirmeð leikbanni á síðari stigum.“ Niðurstaða nefndarinnar hafi hins vegar verið sú að þrátt fyrir að ekki teldist staðfest að brotið hafi verið framið af ásetningi, þá teldist það engu að síður vera „alvarlegt agabrot“ og að Kjartan hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik.“ „Að mati FH heldur slíkur rökstuðningur eða málflutningur ekki vatni og býður augljóslega upp á að það verði nóg að gera hjá framkvæmdarstjóra KSÍ og Aga- og úrskurðarnefndinni í sumar að dæma leikmenn í leikbönn fyrir möguleg óviljaverk,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar FH um málið. KSÍ þurfi að íhuga alvarlega stefnu sína FH telur ljóst að megin ástæðu þess að nefndin hafi komist að þessari niðurstöðu megi rekja til máflutnings og fullyrðinga Klöru í greinargerð hennar til nefndarinnar. Mikil og „einhliða“ fjölmiðlaumfjöllun um atvikið og Kjartan Henry hafi þá einnig haft áhrif á bæði greinargerð Klöru sem og niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar. „Sé það rétt ályktað er það grafalvarlegt mál,“segir í yfirlýsingu FH-inga. Þeir meta það sem svo að ef litið yrði hlutlægt á umrætt atvik, óháð fjölmiðlaumfjöllun, persónum og leikendum teljist brotið ekki verðskulda rautt spjald, „hvað þá leikbann á síðari stigum.“ Kjartan Henry leikur með FH FH FH-ingar segja KSÍ þurfa að íhuga alvarlega stefnu sína í þessum málaflokki. „KSÍ þarf að hætta að velta sér upp úr því hver umræðan er á samfélagsmiðlum og þora að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum og sýna festu í þessum málum líkt og öðrum.“ Búast megi við því að nóg verði að gera hjá Klöru Bjartmarz í starfi framkvæmdastjóra KSÍ í sumar. „Og vonum við að hún beri gæfu til að taka á þessum málum af meiri fagmennsku en hún hefur gert í þeim tveimur málum sem hafa snert Fimleikafélagið á þessu tímabili.“
Besta deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira