Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:31 Kjartan Henry Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu.
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira