Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 17:00 Katerina ásamt Pavel við Hallgrímskirkju. Katerina Supikova Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær. Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær.
Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29