Real Madríd vill þrjár stórstjörnur í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Þessir þrír eru orðaðir við Real Madríd. Getty Images/EPA Real Madríd stefnir á að sækja nokkur af stærstu nöfnum Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira
Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Sjá meira