Sergio Busquets: Maðurinn sem breytti Makélélé-stöðunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 11:15 Busquets vann 32 titla með Barcelona, spilaði 143 A-landsleiki fyrir Spán og varð bæði heims- og Evrópumeistari. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 34 ára gamli Sergio Busquets mun yfirgefa Spánarmeistara Barcelona eftir 15 ára í aðalliði félagsins. Busquets hefur verið gríðarlega sigursæll og segja má að hann hafi breytt stöðunni og hlutverki djúps miðjumanns með spilamennsku sinni. Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira
Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjá meira