Hörður Axel í Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:34 Hörður Axel Vilhjálmsson handsalar samninginn við Álftanes með því að taka í spaðann á Hugin Frey Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar félagsins. Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira