Sjáðu hvað þeir þéna: Guðlaugur Victor langlaunahæsti Íslendingurinn í MLS Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United en þar spilar hann undir stjórn Manchester United goðsagnarinnar Wayne Rooney Vísir/Getty Guðlaugur Victor Pálsson er langlaunahæsti Íslendingurinn í bandarísku MLS deildinni í knattspyrnu. Þetta má lesa út úr gögnum sem leikmannasamtökin þar í landi hafa gefið út. Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Leikmannasamtök MLS-deildarinnar í knattspyrnu hafa gefið út launatölur leikmanna deildarinnar á ársgrundvelli. Listinn inniheldur leikmenn sem eru með núgildandi samning við lið í MLS deildinni. Fjórir Íslendingar, þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Dagur Dan Þórhallsson, Róbert Orri Þorkelsson og Þorleifur Úlfarsson, eru á mála hjá liðum í deildinni. Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður D.C. United er langlaunahæsti Íslendingur deildarinnar með 875 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 122,7 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Guðlaugur Victor að þéna rúma 892 þúsund Bandaríkjadali á ársgrundvelli. Rúmar 125 milljónir íslenskra króna. Þorleifur Úlfarsson er á mála hjá Houston Dynamo og samkvæmt launatölum sem leikmannasamtökin gefa frá sér þénar hann rúma 85 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir tæpum 12 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er Þorleifur að þéna rúma 97 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 13,6 milljónir íslenskra króna. Dagur Dan, Róbert Orri og Þorleifur Úlfars eru hinir þrír fulltrúar Íslands í MLS deildinniVísir/Samsett mynd Dagur Dan Þórhallsson er á mála hjá Orlando City og er þar að þéna 160 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rúmum 22,4 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum kemur fram í gögnum frá leikmannasamtökunum að Dagur sé að þéna rúma 195 þúsund Bandaríkjadali, eða rétt rúmar 27 milljónir íslenskra króna. Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður CF Montreal, þénar 175 þúsund Bandaríkjadali í grunnlaun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 24,5 milljónum íslenskra króna. Með bónusgreiðslum er hann sagður vera með 198,5 þúsund Bandaríkjadali í árslaun, rúmar 27,8 milljónir íslenskra króna. Svissneski miðjumaðurinn Xerdan Shaqiri, leikmaður Chicago Fire FC er launahæsti leikmaður MLS deildarinnar ef bónusgreiðslur eru teknar með. Xerdan Shaqiri í leik með Chicago FireVísir/Getty Shaqiri, sem eitt sinn var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þénar rúmar 8,1 milljónir Bandaríkjadala á ársgrundvelli, rétt rúman 1,1 milljarð íslenskra króna. Ef aðeins grunnlaun eru tekin fyrir má sjá að Ítalinn Lorenzo Insigne, leikmaður Toronto FC, trónir á toppi launalistans með 7,5 milljónir Bandaríkjadala í laun á ársgrundvelli. Það jafngildir rétt rúmum 1 milljarði íslenskra króna.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn