„Besta stöffið er að vera sóber“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. maí 2023 13:14 Snorri Ásmundsson ræddi við blaðamann um yfirlitssýninguna Boðflenna sem opnar í Reykjanesbæ á morgun. Hlynur Helgason „Nánast allt hefur veitt mér gleði og það fylgir því líka að ég er sóber listamaður,“ segir Snorri Ásmundsson. Listasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum hans á morgun klukkan 18:00 sem stendur út sumarið. Sýningin ber heitið Boðflenna en blaðamaður heyrði í Snorra og fékk að heyra nánar frá. Listamaður lífsins Aðspurður hvernig hann myndi lýsa sinni listsköpun svarar Snorri: „Mér hef alltaf fundist það vera einhvers annars að gera það, vegna þess að ég geri bara mitt og er voða lítið að kategoría sjálfan mig. Auðvitað hefur mér oft verið bent á að ég sé nokkurs konar samfélags strúktúr sjálfur. Allt mitt líf snýst um listina og ég er alltaf í samtali við aðra listamenn og við lífið. Reyndar fékk ég einu sinni ábendingu frá ókunnugum manni í New York að ég væri listamaður lífsins. Allt sem ég geri verður að list og allt sem ég þarf að takast á við í lífinu geri ég í gegnum list. Hvort sem það er tráma, ástarsorg eða hvað eina.“ Snorri verður einnig með viðburð í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöld.Aðsend Snorri verður jafnframt með viðburð í Þjóðleikhúskjallaranum næsta föstudagskvöld klukkan 21:00 sem ber heitið Föstudagskvöld með Snorra Ásmundssyni. „Þar sem ég spila tónlist og tek á móti óvæntum gestum í sófann og tek við þau óhefðbundið viðtöl,“ segir Snorri. Yfirlitssýningin Boðflenna fer yfir langan feril Snorra.Hlynur Helgason Slakur og lífsglaður en ekki latur Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum listasýningarinnar segir: „Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó“. Listamaðurinn er gjörsneyddur leiklistarhæfileikum. Af þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk íslenskrar listasögu.“ Snorri segir magnað að líta yfir farinn veg með þessari yfirlitssýningu. „Það er svo margt sem ég var búinn að steingleyma. Það eru rúm fimmtán ár síðan vinkona mín sagði við mig að ég væri nú þegar búinn að gera það sem marga listamenn dreymir um allt sitt líf. Ég hef alltaf verið aktífur en stundum hefur mér fundist ég vera of latur, aðallega vegna þess að ég er rólegur, hef gaman að lífinu og er slakur. Ég upplifi mig ekki endilega sem duglegan mann en ég sé það þó núna þegar ég lít yfir farinn veg að ég hef verið duglegur.“ Snorri Ásmundsson var viðmælandi í Vísis seríunni Kúnst í fyrra. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni: Gagnrýnin samfélagsleg gjörningalist Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að Snorri hafi unnið sem andlegur leiðbeinandi, sjáandi yogi, brautryðjandi tímatengdrar listar, jafnvígur í söng og píanóleik, listamaður sem leggur sig sannarlega fram við að brjóta niður það gamla og úrelta, á sama tíma og hann er óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal. „Hver man eftir forsetaframboðinu 2004? Vinstri Hægri Snú framboðinu? Kattaframboðinu? Besta píanóleikara Evrópu? Fjallkonunni? Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að ramma inn og færa persónu- og myndsköpun Snorra í ákveðinn farveg sem mun auka skilning almennings á gagnrýninni samfélagslegri gjörningalist á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Í fréttatilkynningu segir að Snorri sé óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal.Hlynur Helgason Edrúmennskan lykillinn Snorri segir lífsgleðina órjúfanlegan hluta af hans lífi. „Ég er eins og barn á leik og ég er leikglaður að upplagi. Mér finnst alltaf gaman og mér leiðist aldrei. Það sem mér finnst hvað skemmtilegast að gera er að spila píanó og vera besti píanóleikari í Evrópu. Ég elska að mála og svo þykir mér mjög vænt um að hafa fengið það hlutverk að hjálpa fólki með fyrirgefninguna og selja syndaaflausnabréfin. Nánast allt hefur veitt mér gleði og það fylgir því líka að ég er sóber listamaður.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Snorra leika á píanó í bústað sendiherra Íslands í Austurríki: Snorri segir edrúmennskuna gríðarlega mikilvæga fyrir sér en hann sneri blaðinu við fyrir áratugum síðan. „Edrúmennskan er lykillinn að minni lífsgleði og því að vera svona aktívur. Ég þekki of marga sem hafa annað hvort verið stoned í 20 ár og ekkert gerist eða bara á barnum og ekkert gerist. Þessi gamli frasi að þú þurfir að vera undir áhrifum til að búa til list er mýta. Frasinn er réttur að því leytinu til að þú vilt vera undir áhrifum lífsins, en ekki undir áhrifum efna. Besta stöffið er að vera sóber. Það er hræðilegt að hafa í gegnum tíðina horft upp á færustu listamennina eyðileggjast.“ Snorri nálgast listina á einstakan hátt.Hlynur Helgason Sýningarstjóri Boðflennu er Helga Þórsdóttir og aðstoðarsýningarstjórar eru þær Iðunn Jónsdóttir og Helga Arnbjörg Pálsdóttir. Að lokum vill Snorri skila þakklæti til starfsfólks safnsins og þeirra sem hafa hjálpað við að láta sýninguna verða að veruleika. „Ég er hamingjusamur og gratitude is my attitude.“ Myndlist Menning Tengdar fréttir Snorri Ásmundsson segist tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu Snorri Ásmundsson er nýkominn heim úr ævintýralegri og vel heppnaðri gestavinnustofudvöl í Vínarborg þar sem hann hélt frægan píanó gjörning og einkasýningu. Blaðamaður tók púlsinn á Snorra sem hefur nú gefið út yfirlýsingu um það sem koma skal. 14. desember 2022 11:30 „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 „Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38 Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listamaður lífsins Aðspurður hvernig hann myndi lýsa sinni listsköpun svarar Snorri: „Mér hef alltaf fundist það vera einhvers annars að gera það, vegna þess að ég geri bara mitt og er voða lítið að kategoría sjálfan mig. Auðvitað hefur mér oft verið bent á að ég sé nokkurs konar samfélags strúktúr sjálfur. Allt mitt líf snýst um listina og ég er alltaf í samtali við aðra listamenn og við lífið. Reyndar fékk ég einu sinni ábendingu frá ókunnugum manni í New York að ég væri listamaður lífsins. Allt sem ég geri verður að list og allt sem ég þarf að takast á við í lífinu geri ég í gegnum list. Hvort sem það er tráma, ástarsorg eða hvað eina.“ Snorri verður einnig með viðburð í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöld.Aðsend Snorri verður jafnframt með viðburð í Þjóðleikhúskjallaranum næsta föstudagskvöld klukkan 21:00 sem ber heitið Föstudagskvöld með Snorra Ásmundssyni. „Þar sem ég spila tónlist og tek á móti óvæntum gestum í sófann og tek við þau óhefðbundið viðtöl,“ segir Snorri. Yfirlitssýningin Boðflenna fer yfir langan feril Snorra.Hlynur Helgason Slakur og lífsglaður en ekki latur Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum listasýningarinnar segir: „Sköpun og gjörðir Snorra verða til þar sem hann stendur og hvíla í honum sjálfum. Þannig er myndsköpun hans ekki skáldskapur eða vel nært „alter egó“. Listamaðurinn er gjörsneyddur leiklistarhæfileikum. Af þessari ástæðu má mögulega halda því fram að Snorri sé stórtækasta lifandi listaverk íslenskrar listasögu.“ Snorri segir magnað að líta yfir farinn veg með þessari yfirlitssýningu. „Það er svo margt sem ég var búinn að steingleyma. Það eru rúm fimmtán ár síðan vinkona mín sagði við mig að ég væri nú þegar búinn að gera það sem marga listamenn dreymir um allt sitt líf. Ég hef alltaf verið aktífur en stundum hefur mér fundist ég vera of latur, aðallega vegna þess að ég er rólegur, hef gaman að lífinu og er slakur. Ég upplifi mig ekki endilega sem duglegan mann en ég sé það þó núna þegar ég lít yfir farinn veg að ég hef verið duglegur.“ Snorri Ásmundsson var viðmælandi í Vísis seríunni Kúnst í fyrra. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni: Gagnrýnin samfélagsleg gjörningalist Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að Snorri hafi unnið sem andlegur leiðbeinandi, sjáandi yogi, brautryðjandi tímatengdrar listar, jafnvígur í söng og píanóleik, listamaður sem leggur sig sannarlega fram við að brjóta niður það gamla og úrelta, á sama tíma og hann er óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal. „Hver man eftir forsetaframboðinu 2004? Vinstri Hægri Snú framboðinu? Kattaframboðinu? Besta píanóleikara Evrópu? Fjallkonunni? Listasafn Reykjanesbæjar ætlar að ramma inn og færa persónu- og myndsköpun Snorra í ákveðinn farveg sem mun auka skilning almennings á gagnrýninni samfélagslegri gjörningalist á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Í fréttatilkynningu segir að Snorri sé óþreytandi að benda á nýjar leiðir og það sem koma skal.Hlynur Helgason Edrúmennskan lykillinn Snorri segir lífsgleðina órjúfanlegan hluta af hans lífi. „Ég er eins og barn á leik og ég er leikglaður að upplagi. Mér finnst alltaf gaman og mér leiðist aldrei. Það sem mér finnst hvað skemmtilegast að gera er að spila píanó og vera besti píanóleikari í Evrópu. Ég elska að mála og svo þykir mér mjög vænt um að hafa fengið það hlutverk að hjálpa fólki með fyrirgefninguna og selja syndaaflausnabréfin. Nánast allt hefur veitt mér gleði og það fylgir því líka að ég er sóber listamaður.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Snorra leika á píanó í bústað sendiherra Íslands í Austurríki: Snorri segir edrúmennskuna gríðarlega mikilvæga fyrir sér en hann sneri blaðinu við fyrir áratugum síðan. „Edrúmennskan er lykillinn að minni lífsgleði og því að vera svona aktívur. Ég þekki of marga sem hafa annað hvort verið stoned í 20 ár og ekkert gerist eða bara á barnum og ekkert gerist. Þessi gamli frasi að þú þurfir að vera undir áhrifum til að búa til list er mýta. Frasinn er réttur að því leytinu til að þú vilt vera undir áhrifum lífsins, en ekki undir áhrifum efna. Besta stöffið er að vera sóber. Það er hræðilegt að hafa í gegnum tíðina horft upp á færustu listamennina eyðileggjast.“ Snorri nálgast listina á einstakan hátt.Hlynur Helgason Sýningarstjóri Boðflennu er Helga Þórsdóttir og aðstoðarsýningarstjórar eru þær Iðunn Jónsdóttir og Helga Arnbjörg Pálsdóttir. Að lokum vill Snorri skila þakklæti til starfsfólks safnsins og þeirra sem hafa hjálpað við að láta sýninguna verða að veruleika. „Ég er hamingjusamur og gratitude is my attitude.“
Myndlist Menning Tengdar fréttir Snorri Ásmundsson segist tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu Snorri Ásmundsson er nýkominn heim úr ævintýralegri og vel heppnaðri gestavinnustofudvöl í Vínarborg þar sem hann hélt frægan píanó gjörning og einkasýningu. Blaðamaður tók púlsinn á Snorra sem hefur nú gefið út yfirlýsingu um það sem koma skal. 14. desember 2022 11:30 „Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36 „Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38 Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Snorri Ásmundsson segist tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu Snorri Ásmundsson er nýkominn heim úr ævintýralegri og vel heppnaðri gestavinnustofudvöl í Vínarborg þar sem hann hélt frægan píanó gjörning og einkasýningu. Blaðamaður tók púlsinn á Snorra sem hefur nú gefið út yfirlýsingu um það sem koma skal. 14. desember 2022 11:30
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. 29. maí 2022 10:36
„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26. maí 2022 07:38
Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. 26. september 2022 10:23