Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis Stella Samúelsdóttir skrifar 16. maí 2023 12:30 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum. Jafnrétti er grundvallarþáttur í samfélaginu okkar og einn af þeim mælikvörðum sem segja mikið um samfélagið sem við búum í. Ekki er hægt að vinna að friði nema með fullri þátttöku kvenna og annarra jaðarsettra samfélagshópa, því friður og jafnrétti haldast í hendur og eru forsendur lýðræðis. Áherslur leiðtogafundarins í ár eru grunngildi Evrópuráðsins: mannréttindi, lýðræði og réttarríki. Eitt af aðalmarkmiðum leiðtogafundarins er að tryggja ábyrgðarskyldu vegna brota Rússlandshers í Úkraínu ásamt því að koma á tjónaskrá og leita leiða til að tryggja það að þau sem framið hafa glæpi í Úkraínu verði dregin til ábyrgðar. Oft gleymist að taka mið af áskorunum og þörfum kvenna á stríðstímum og er leiðtogafundurinn mikilvægur vettvangur sem getur stutt það að tekið verði tillit til sjónarmiða og reynslu kvenna og annarra samfélagshópa, meðal annars þegar kemur að stríðsglæpum Rússlands. Enginn friður án aðkomu kvenna Inntak ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi, sem var samþykkt af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2000, áréttaði að ekki væri hægt að tryggja langvarandi frið og öryggi í heiminum án fullrar aðkomu og þátttöku kvenna. Þrátt fyrir þessi háleitu markmið er staðan í dag, 23 árum síðar, sú að þátttaka kvenna í friðarviðræðum er gríðarlega takmörkuð. Mikilvægur hluti af því að tryggja varanlegan frið í ríkjum þar sem átök geisa, er að auka þátttöku kvenna á þingi og í stjórnsýslu. Það hefur sýnt sig að þegar konur fá sæti við borðið og tillit er tekið til sjónarmiða þeirra og reynslu, aukast líkur á því að árangur náist. Við treystum íslenskum stjórnvöldum til að tryggja það að raddir kvenna hljóti hljómgrunn alls staðar þar sem friður og öryggi eru rædd. Í síðustu viku hittum við hjá UN Women á Íslandi úkraínskar konur sem staddar voru í Reykjavík í tengslum við Kynjaþing 2023. Þær sögðu frá því hvernig úkraínskar konur hafa gengið í öll störf til að halda samfélaginu gangandi í fjarveru karlmanna sem sinna herskyldu. Það er gömul saga og ný að konur sinni fjölda starfa á stríðstímum en sé ýtt aftur inn á heimilin þegar friður kemst á að nýju. Það verður að vera sameiginlegt markmið okkar allra að tryggja að úkraínskar konur verði áfram fullir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins þegar stríðinu lýkur. Ísland getur spornað við bakslaginu Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, hefur Ísland setið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna í 13 ár í röð. Það er því gífurlega mikilvægt að Ísland, sem leiðtogi í jafnréttismálum, haldi áfram að tala máli kvenna og jaðarsettra hópa á alþjóðavettvangi og hætti ekki að beina kastljósinu að jafnrétti sem grundvallarforsendu lýðræðis og friðar. Ekki síst nú þegar við stöndum frammi fyrir miklu bakslagi þegar kemur að jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta hafa forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands gert svo tekið hefur verið eftir og við treystum því að þær geri það líka á þessum mikilvæga fundi Evrópuráðsins. Ísland er í þeirri stöðu að geta spornað við því bakslagi sem ríkt hefur í jafnréttismálum um allan heim með því að tala máli jafnréttis og friðar á vettvangi eins og leiðtogafundi Evrópuráðsins. Þannig getum við stuðlað að auknu jafnrétti, lýðræði og friði á heimsvísu. Höfundur er framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun