Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 13:01 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi fyrir þetta ár. Stöð 2 Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Mótmælendur ætla hittast klukkan fjögur í dag á Skólavörðustíg og munu ganga þaðan saman að Arnarhóli. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og skipuleggjandi mótmælanna, segir mótmælin til komin vegna niðurstöðu skýrslu Matvælastofnunar. „Þær eru hryllilegar þessar aðferðir sem eru notaðar við að veiða hvali og það er ekki boðlegt okkar samfélagi að við séum að leyfa það að það sé verið að murka lífið úr hvölum klukkutímum saman. Þetta brýtur á öllum þeir dýra velferðarlögum sem við höfum og okkur þykir ótrúlega einkennilegt að það eigi að leyfa þessu að viðgangast í sumar eftir að þessi skýrsla er komin út. Við viljum bara að þetta verði stoppað,“ segir Valgerður. Vel hægt að afturkalla veiðileyfið Matvælaráðherra hefur sagt skýrsluna vekja upp margar spurningar um hvalveiðar. Meðal annars hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Valgerður gefur lítið fyrir þær skýringar. „Við og þeir lögfræðingar sem hafa tjáð sig um málið sem eru ekki innan vébanda matvælaráðuneytisins hafa sagt að þetta sé bara ekki rétt. Það er vel hægt að afturkalla þetta veiðileyfi vegna þess að lög eru brotin. Og við förum fram á það að hér sé farið eftir lögum og að þetta sé stöðvað.“ Friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli Valgerður segist ekki skilja hvers vegna það séu lög í landinu ef hægt sé að brjóta þau án afleiðinga. „Það er mjög skýrt að þarna eru dýravelferðarlög brotin og það er mjög skýrt í hvalveiðilögum og dýravelferðarlögum að það eru viðurlög við þeim brotum,“ segir hún. Valgerður segir lögreglu meðvitaða af mótmælunum og að hún þurfi engar áhyggjur að hafa. Þetta verði friðsæl og fjölskylduvæn mótmæli. Tímasetningin á þeim sé þó engin tilviljun en mótmælin hefjast á sama tíma og fyrstu þjóðarleiðtogarnir mæta í Hörpu, klukkan 16 í dag. „Þetta er akkúrat á þeim tíma sem leiðtogar munu vera að koma fram hjá Arnarhóli í bílaröð og við völdum þennan tíma þess vegna. Til að ná augum og eyrum þeirra kannski svona rétt á meðan þau eiga leið fram hjá,“ segir Valgerður sem vonast til að sjá sem flesta síðdegis í dag.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Hvalir Tengdar fréttir Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. 12. maí 2023 12:48
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. 9. maí 2023 13:12