„Eins og hver annar kjaftaklúbbur“ náist ekki samstaða um bitastæð viðbrögð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2023 11:40 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fundinn geta haft mikla þýðingu ef leiðtogarnir ná saman um bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð. vísir/vilhelm Nái leiðtogar Evrópuráðsins saman um sértæka, bitastæða yfirlýsingu um viðbrögð vegna innrásar Rússa í Úkraínu getur leiðtogafundurinn, sem fram fer í Hörpu í dag, haft veruleg áhrif. Takist það ekki er hann bara eins og hver annar kjaftaklúbbur. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur. Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Óvanalegt er að haldnir séu leiðtogafundir í Evrópuráðinu enda hefur ráðið, að sögn Eiríks, ekki haft mikla vigt í alþjóðasamskiptum lengst af. „Það eru þó tímabil þegar Evrópuráðið hefur skipt miklu máli eins og eftir fall Berlínarmúrsins, en lengst af eru þetta aðrar stofnanir sem sjá um svona mál, Evrópusambandið, NATO og þess háttar sem hafa ákvörðunartökuvald þar sem leiðtogafundir eru haldnir reglulega.“ Fylgjast má með öllu því helsta tengdu leiðtogafundinum í vaktinni á Vísi: Evrópuráðið er vettvangur þar sem nánast öll Evrópuríki eru samankomin sem gerir ráðið sérstakt. Óvíst hvort raunveruleg niðurstaða náist á fundinum Á fundinum í dag og á morgun stendur til að setja saman tjónaskrá yfir þau skemmdarverk sem Rússar hafa framið í Úkraínu. Aðspurður um þýðingu fundarins segir Eiríkur skipta öllu máli hvernig Evrópuríkin líti á tjónaskrána, hvort samstaða náist um skrána og viðbrögð við henni. „Og þá veltur auðvitað allt saman á því hvort að í fyrsta lagi leiðtogarnir nái saman um einhvers konar sameiginlegan skilning á ástandinu, sem gera má ráð fyrir. En síðan í öðru lagi - sem kannski skiptir enn meira máli, hvort leiðtogarnir nái saman um einhver viðbrögð, um einhverjar aðgerðir um til hvers þessi tjónaskrá eigi þá að leiða. Það er miklu flóknara mál og óvissara um að ráða hvort raunveruleg niðurstaða náist þar.“ Kjaftaklúbbur? Eðlilega megi gera ráð fyrir að leiðtogarnir nái saman um almenna yfirlýsingu en hvort hún verði nægjanlega sértæk til að hafa raunverulegt bit í viðbrögðum við innrásina, þurfi að koma í ljós. „Og takist það, þá getur þessi fundur haft veruleg áhrif, en takist það ekki - þá er þetta auðvitað bara eins og hver annar kjaftaklúbbur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira