Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 11:28 Fjöldi fólks varð innlyksa þegar sjór flæddi upp á land þegar Mocha gekk yfir í Búrma á sunnudag og mánudag. AP/MIlitary True News Information Team Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir. Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir.
Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22