Lífið

Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Egill Gillz hélt fjölsótta afmælisveislu á Sjálandi í Garðabæ um hegina með Eurovision og Exit þema.
Egill Gillz hélt fjölsótta afmælisveislu á Sjálandi í Garðabæ um hegina með Eurovision og Exit þema.

Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna.

Meðal gesta voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, Rúrik Gíslason fyrirsæta, Ásgeir Kolbeinsson, Hera Gísladóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, Lína Birgitta Sigurðardóttir, Auðunn Blöndal, Sverrir Bergmann, auk fleiri þjóðþekktra einstaklinga.

Ásgeir Kolbeins og Andrea í góðum gír.Andrea Sigurðardóttir.
Ásgeir Kolbeins, Gummi kíró og Gurrý.Gummi kíró.
Vinkonurnar Guðrún Þórdís, Eygló Rut og Gurrý.Eygló Rut.
Gummi kíró er með lúkkið og tískuna upp á tíu.Gummi kíró.
Hera var glæsileg að vanda.Hera Gísladóttir.
Flugfreyjan Andrea Sigurðardóttir flott í sumarlegum kjól.Andrea Sigurðardóttir.
Kristín Jónsdóttir mágkona Egils og Andrea Sigurðardóttir.Andrea Sigurðardóttir.

Dönsk Eurovision stjarna

Tónlistaratriði kvöldsins voru ekki af verri endanum en þar má nefna Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko og Eyjólf Kristjánsson.

Auk þess tók danska tónlistarkonan Emmelie de Forest, sigurvegari í Eurovison árið 2013, lagið fyrir veislugesti sem átti einkar vel þar sem Eurovision keppnin fór fram sama kvöld. Emmelie tók þátt fyrir hönd Danmerkur og vann keppnina með laginu Only Teardrops.

Egill og hin danska Emmelie á góðri stundu um helgina.Egill Gillz Einarsson.

Tengdar fréttir

Danir gáfu Diljá tólf stig

Danir gáfu framlagi Íslands fullt hús stiga, eða tólf stig, í atkvæðagreiðslunni á seinna undanúrslitakvöldinu í Eurovision síðastliðinn fimmtudag.

Stjörnulífið: Gellufrí, Eurovision og Björk fékk sér ís

Liðin vika einkenndist af Eurovision, suðrænni skemmtun, skvísulátum og almennri gleði. Þar má nefna árshátíð Þjóðleikhússins sem fór fram í Barcelona og virtist hin glæsilegasta, vinkonuhópar skemmtu sér á tónleikum poppstjörnunnar Beyoncé í Stokkhólmi og þemaafmæli Egils Einarssonar, Gillz, í anda norsku þáttaraðanna Exit á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Svo fékk Björk Guðmundsdóttir sér ís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.