Íslendingar flykkjast í skíðagönguferðir til Alpanna Bændaferðir 17. maí 2023 08:54 Áhugi á skíðagöngu hefur aukist hratt síðustu ár og njóta skíðasvæði í Ölpunum mikilla vinsælda. Þangað hafa Bændaferðir boðið skíðagönguferðir frá árinu 2005 og eru miðarnir fljótir að fara. „Skíðagönguferðirnar okkar hafa verið gífurlega vinsælar undanfarin ár og seljast hratt upp. Í ár verða áfangastaðirnir þrír, allt fyrsta flokks skíðasvæði í Ölpunum; Seefeld í Austurríki, Ramsau í Austurríki og Pontresina í Sviss. Seefeld er Ólympíusvæði og þangað höfum við skipulagt ferðir frá upphafi. Seefeld býður upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Bændaferða. Boðið er upp á ferðir ýmist með eða án skipulagðrar skíðakennslu og starfar fjölbreyttur hópur reyndra fararstjóra og skíðakennara hjá Bændaferðum. Fólk ætti því að geta fundið sína draumaferð. „Við bjóðum bæði upp kennsluferðir sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og hefðbundnar skíðagönguferðir þar sem er ekki skipulögð kennsla og henta því frekar lengra komnum. Fólk velur sér því áfangastað og hvernig ferð hentar því. Í kennsluferðunum eru skíðakennarar með æfingar flesta daga, bæði fyrir og eftir hádegi. Í hefðbundnu ferðunum eru tveir fararstjórar með skipulagða dagskrá og bjóða upp á styttri og lengri ferðir þar sem gjarnan er staldrað við í hádeginu á notalegum veitingastöðum,“ útskýrir Helga Björg. Nánar um ferðirnar Í öllum ferðunum er flug og gisting á góðum hótelum innifalið, fullt fæði og drykkir í Seefeld ferðunum og morgun- og kvöldverðir í Ramsau og Pontresina. Aðgangur að heilsulind og góð aðstaða fyrir skíðin er innifalið í öllum ferðunum og ýmislegt fleira sem er mismunandi milli ferða. Á gönguskíðum í Seefeld Seefeld er 3.300 manna huggulegur bær og einn vinsælasti ferðamannabærinn í Tíról. Árin 2005, 2007 og 2008 var Seefeld valið besta skíðagöngusvæðið af 232 tilnefndum svæðum í Evrópu. Á svæðinu má finna fjöldann allan af skíðagöngubrautum enda eru skíðabrautir svæðisins rúmlega 245 km langar og henta jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Svæðið er fimm stjörnu skíðagöngusvæði og er snjóöruggt allt fram í byrjun apríl. Skíðagöngubrautirnar eru samtengdar fimm þorpum á svæðinu þ.e. Seefeld, Leutasch, Möseren, Reith og Scharnitz og því hægt að fara nýjar og spennandi leiðir á hverjum degi. Einnig er upplagt að taka kláfinn upp á Roshütte fjallið í 1784 m hæð og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta en þar er vinsæll veitingaskáli. Gist verður á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í bænum þar sem fullt fæði er innifalið og á hótelinu er notaleg heilsulind með sundlaug, sauna og eimbaði. Nánar um ferðirnar til Seefeld hér. Á gönguskíðum í Ramsau Vetrarlandslagið í bænum Ramsau við Dachstein er einstaklega fallegt. Bærinn liggur á Ramsauer hásléttunni í 1000 –1300 m hæð við rætur Dachstein jökulsins og tignarlegir hvítir alpatindar gnæfa yfir til suðurs. Svæðið, sem er snjóöruggt og sólríkt, er með betri skíðagöngusvæðum Alpanna. Skíðagöngubrautirnar teygja sig yfir þrjú mismunandi hæðarsvæði og því er svo sannarlega hægt að finna brautir við allra hæfi. Á Dachstein jöklinum er útsýnispallur með veitingaskála en þangað er hægt að fara upp með kláfi og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta; það sést til Slóveníu til suðurs og Tékklands til norðurs. Á jöklinum er einnig að finna skíðagöngubrautir sem gaman er að spreyta sig á. Gist verður á Hotel Matschner, hlýlegu fjölskyldureknu fjögurra stjörnu hóteli og liggja skíðagöngubrautirnar beint fyrir utan hótelið. Gestir hafa aðgang að stórri heilsulind sem er tengd við hótelið með undirgöngum þar sem hægt er að slaka á eftir góðan skíðadag. Nánar um ferðirnar til Ramsau hér. Á gönguskíðum í Pontresina Tignarlegir tindar, jöklar og dásamlegur furuskógur umkringja friðsæla bæinn Pontresina sem er frábær áfangastaður fyrir vetrarfrí á gönguskíðum. Pontresina er í 1805 metra hæð yfir sjávarmáli og er staðsettur í Engadin dalnum. Á svæðinu er um 220 km af skíðabrautum sem teygja sig í kringum Engadin vötnin og um fallega hliðardali. Þetta er stærsta net skíðagöngubrauta í Sviss og býður að margra mati upp á fallegasta umhverfið. Gist verður á góðu hóteli í Pontresina en þar er innifalinn morgunverður og fjögurra rétta sælkerakvöldverður. Á hótelinu er notaleg heilsulind með sauna, eimbaði og nuddpotti. Nánari upplýsingar um ferðina til Pontresina er að finna hér. Skíðasvæði Ferðalög Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Skíðagönguferðirnar okkar hafa verið gífurlega vinsælar undanfarin ár og seljast hratt upp. Í ár verða áfangastaðirnir þrír, allt fyrsta flokks skíðasvæði í Ölpunum; Seefeld í Austurríki, Ramsau í Austurríki og Pontresina í Sviss. Seefeld er Ólympíusvæði og þangað höfum við skipulagt ferðir frá upphafi. Seefeld býður upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Bændaferða. Boðið er upp á ferðir ýmist með eða án skipulagðrar skíðakennslu og starfar fjölbreyttur hópur reyndra fararstjóra og skíðakennara hjá Bændaferðum. Fólk ætti því að geta fundið sína draumaferð. „Við bjóðum bæði upp kennsluferðir sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og hefðbundnar skíðagönguferðir þar sem er ekki skipulögð kennsla og henta því frekar lengra komnum. Fólk velur sér því áfangastað og hvernig ferð hentar því. Í kennsluferðunum eru skíðakennarar með æfingar flesta daga, bæði fyrir og eftir hádegi. Í hefðbundnu ferðunum eru tveir fararstjórar með skipulagða dagskrá og bjóða upp á styttri og lengri ferðir þar sem gjarnan er staldrað við í hádeginu á notalegum veitingastöðum,“ útskýrir Helga Björg. Nánar um ferðirnar Í öllum ferðunum er flug og gisting á góðum hótelum innifalið, fullt fæði og drykkir í Seefeld ferðunum og morgun- og kvöldverðir í Ramsau og Pontresina. Aðgangur að heilsulind og góð aðstaða fyrir skíðin er innifalið í öllum ferðunum og ýmislegt fleira sem er mismunandi milli ferða. Á gönguskíðum í Seefeld Seefeld er 3.300 manna huggulegur bær og einn vinsælasti ferðamannabærinn í Tíról. Árin 2005, 2007 og 2008 var Seefeld valið besta skíðagöngusvæðið af 232 tilnefndum svæðum í Evrópu. Á svæðinu má finna fjöldann allan af skíðagöngubrautum enda eru skíðabrautir svæðisins rúmlega 245 km langar og henta jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Svæðið er fimm stjörnu skíðagöngusvæði og er snjóöruggt allt fram í byrjun apríl. Skíðagöngubrautirnar eru samtengdar fimm þorpum á svæðinu þ.e. Seefeld, Leutasch, Möseren, Reith og Scharnitz og því hægt að fara nýjar og spennandi leiðir á hverjum degi. Einnig er upplagt að taka kláfinn upp á Roshütte fjallið í 1784 m hæð og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta en þar er vinsæll veitingaskáli. Gist verður á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í bænum þar sem fullt fæði er innifalið og á hótelinu er notaleg heilsulind með sundlaug, sauna og eimbaði. Nánar um ferðirnar til Seefeld hér. Á gönguskíðum í Ramsau Vetrarlandslagið í bænum Ramsau við Dachstein er einstaklega fallegt. Bærinn liggur á Ramsauer hásléttunni í 1000 –1300 m hæð við rætur Dachstein jökulsins og tignarlegir hvítir alpatindar gnæfa yfir til suðurs. Svæðið, sem er snjóöruggt og sólríkt, er með betri skíðagöngusvæðum Alpanna. Skíðagöngubrautirnar teygja sig yfir þrjú mismunandi hæðarsvæði og því er svo sannarlega hægt að finna brautir við allra hæfi. Á Dachstein jöklinum er útsýnispallur með veitingaskála en þangað er hægt að fara upp með kláfi og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta; það sést til Slóveníu til suðurs og Tékklands til norðurs. Á jöklinum er einnig að finna skíðagöngubrautir sem gaman er að spreyta sig á. Gist verður á Hotel Matschner, hlýlegu fjölskyldureknu fjögurra stjörnu hóteli og liggja skíðagöngubrautirnar beint fyrir utan hótelið. Gestir hafa aðgang að stórri heilsulind sem er tengd við hótelið með undirgöngum þar sem hægt er að slaka á eftir góðan skíðadag. Nánar um ferðirnar til Ramsau hér. Á gönguskíðum í Pontresina Tignarlegir tindar, jöklar og dásamlegur furuskógur umkringja friðsæla bæinn Pontresina sem er frábær áfangastaður fyrir vetrarfrí á gönguskíðum. Pontresina er í 1805 metra hæð yfir sjávarmáli og er staðsettur í Engadin dalnum. Á svæðinu er um 220 km af skíðabrautum sem teygja sig í kringum Engadin vötnin og um fallega hliðardali. Þetta er stærsta net skíðagöngubrauta í Sviss og býður að margra mati upp á fallegasta umhverfið. Gist verður á góðu hóteli í Pontresina en þar er innifalinn morgunverður og fjögurra rétta sælkerakvöldverður. Á hótelinu er notaleg heilsulind með sauna, eimbaði og nuddpotti. Nánari upplýsingar um ferðina til Pontresina er að finna hér.
Skíðasvæði Ferðalög Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira