Fótbolti

Mynd­skeið varpar ljósi á góð­mennsku Jóns Daða

Aron Guðmundsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi
Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty

Ís­lenska at­vinnu- og lands­liðs­manninum Jóni Daða Böðvars­syni er hrósað í há­stert á sam­fé­lags­miðlinum Twitter eftir að mynd­band af honum, að gefa sér tíma til þess að sinna ungum stuðnings­manni Bol­ton Wanderers, skaut upp kollinum á miðlinum.

Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bol­ton Wanderers á yfir­standandi tíma­bili vegna meiðsla en hann var mættur á heima­völl fé­lagsins um ný­liðna helgi til þess að styðja við bakið á liðs­fé­lögum sínum.

Bol­ton tryggði sér sæti í um­spili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tíma­bili og háir liðið þar nú bar­áttu gegn Barnsl­ey í undan­úr­slitum.

Fyrri leikur liðanna fór fram um ný­liðna helgi í tengslum við hann birtist mynd­band á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, mynd­band sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma.

Í um­ræddu mynd­bandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðnings­manni Bol­ton Wanderers fyrir utan heima­völl fé­lagsins og er leik­manninum hrósað fyrir þetta fram­tak sitt.

„Svona stund tekur að­eins 5 mínútur af tíma leik­mannsins en þessi ungi stuðnings­maður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir mynd­bandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega.

Jón Daði gekk til liðs við Bol­ton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðnings­manna fé­lagsins strax á fyrsta tíma­bili.

Hann á að baki 48 leiki fyrir fé­lagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoð­sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×