Fastlega má gera ráð fyrir því að Loreen, sem vann Eurovision í annað skipti í gærkvöldi, sé í þann mund að hefja samstarf við Ólaf Arnalds. Hann tísti myndskeiðinu af Loreen undir millumerkinu #12stig og spurði fylgjendur sína hvað hún væri að fara að gera eftir flutning sinn á laginu Tattoo í gærkvöldi.
Whats Loreen doing after this you ask? #12stig pic.twitter.com/flqQQcppj9
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) May 13, 2023
Þetta verður ekki fyrsta heimsókn Loreen til landsins en hún sagði í viðtali á söngvakeppni sjónvarpsins árið 2016 að hún væri löngu orðin Íslandsvinur. Þá var hún stödd hér á landi til þess að troða upp á aðalkvöldi undankeppninnar en hafði oft áður komið hingað.