Pochettino hafi samþykkt að taka við Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 09:30 Mauricio Pochettino mun að öllum líkindum taka við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Justin Setterfield/Getty Images Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur samþykkt að taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Það er enski miðillinn The Telegraph sem fullyrðir þetta, en þar segir að Pochettino muni taka við þegar undirbúningstímabilið hefst. Hann muni því taka við félaginu eftir versta tímabil félagsins í tuttugu ár. Samkvæmt grein The Telegraph um málið á Argentínumaðurinn að hafa samþykkt tilboð Chelsea aðeins nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest á heimavelli í gær. Chelsea hefur verið í þjálfaraleit síðan Graham Potter var látinn fara frá félaginu í byrjun apríl á þessu ári og Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri. Gengi Chelsea hefur eins og áður segir ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Þá hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum. Chelsea are now set to appoint Mauricio Pochettino as new head coach, here we go! Full agreement in place as expected. 🚨🔵 #CFCPochettino has accepted all conditions of long term deal — it will be signed and completed soon after negotiation very advanced since April. pic.twitter.com/nI3f0oJ6jJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2023 Pochettino er ekki óvanur lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Southampton árið 2013 og síðan Tottenham ári seinna og stýrði liðinu í um fimm ár. Síðasta þjálfarastarf Argentínumannsins var hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain þar sem liðið varð franskur meistari undir hans stjórn og vann bæði frönsku bikarkeppnina og franska ofurbikarinn. Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Það er enski miðillinn The Telegraph sem fullyrðir þetta, en þar segir að Pochettino muni taka við þegar undirbúningstímabilið hefst. Hann muni því taka við félaginu eftir versta tímabil félagsins í tuttugu ár. Samkvæmt grein The Telegraph um málið á Argentínumaðurinn að hafa samþykkt tilboð Chelsea aðeins nokkrum klukkustundum eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest á heimavelli í gær. Chelsea hefur verið í þjálfaraleit síðan Graham Potter var látinn fara frá félaginu í byrjun apríl á þessu ári og Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri. Gengi Chelsea hefur eins og áður segir ekki verið upp á marga fiska á tímabilinu og liðið situr í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Þá hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu ellefu leikjum sínum í öllum keppnum. Chelsea are now set to appoint Mauricio Pochettino as new head coach, here we go! Full agreement in place as expected. 🚨🔵 #CFCPochettino has accepted all conditions of long term deal — it will be signed and completed soon after negotiation very advanced since April. pic.twitter.com/nI3f0oJ6jJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2023 Pochettino er ekki óvanur lífinu í ensku úrvalsdeildinni. Hann tók við Southampton árið 2013 og síðan Tottenham ári seinna og stýrði liðinu í um fimm ár. Síðasta þjálfarastarf Argentínumannsins var hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain þar sem liðið varð franskur meistari undir hans stjórn og vann bæði frönsku bikarkeppnina og franska ofurbikarinn.
Enski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira