Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:00 Björgvin Páll hefur verið lengi að. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti