„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 19:25 „Markmiðið er að fylla Austurvöll", segir Ragnar Þór Ingólfsson sem hyggst standa fyrir fleiri mótmælum næstu daga. Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson
Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira