Fótbolti

Segir góðar líkur á því að Rice yfirgefi West Ham í sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
David Moyes vonast til að Declan Rice verði áfram hjá West Ham, en gerir sér fulla grein fyrir því að það séu góðar líkur á því að hann fari.
David Moyes vonast til að Declan Rice verði áfram hjá West Ham, en gerir sér fulla grein fyrir því að það séu góðar líkur á því að hann fari. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, viðurkennir að það séu góðar líkur á því að Declan Rice, miðjumaður liðsins, yfirgefi félagið í sumar.

Samningur leikmannsins við West Ham rennur út sumarið 2024, en félagið hefur þó möguleika á því að framlengja samningnum um eitt ár eftir það.

Þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur verið afar eftirsóttur undanfarna félagsskiptaglugga. Hingað til hefur hann hafnað öllum tilboðum frá West Ham um framlengingu á samningi sínum og svo virðist sem öll stærstu lið Englands séu á eftir leikmanninum.

„Við vonum auðvitað að Dec fari ekki neitt,“ sagði David Moyes um þennan eftirsótta leikmann.

„Við myndum elska það að hafa hann áfram í herbúðum liðsins, en við gerum okkur fulla grein fyrir því að svo gæti farið að svo verði ekki. Það er ein af þeim sviðsmyndum sem við búum okkur undir.“

„Planið er auðvitað að halda Dec, en við gerum okkur grein fyrir því að það eru góðar líkur á því að svo verði ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×