Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 07:01 Erik ten Hag er bjartsýnn á að geta lokkað gæðaleikmenn til Manchester United í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í Manchester United, en núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað verður um þetta fornfræga félag. Þrátt fyrir það er hollenski knattspyrnustjórinn handviss um að margir gæðaleikmenn séu tilbúnir að koma til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar, en að það hafi verið erfitt að sannfæra þá um að koma þegar hann tók við stjórnartaumunum eftir síðasta tímabil. „Ég sé mikinn mun frá því í fyrra. Nú sjá margir leikmenn verkefnið sem er í gangi hérna. Þeir sjá hvað er í gangi og þann metnað sem lagður er í verkefnið,“ sagði Ten Hag. Ten Hag: “Last year there were a lot of reservations last year when I spoke with players to join us… now many players see the ambition in this project — they want to come”. 🚨🔴 #MUFC“Many quality players really want to join Man United now”, says via @mjcritchley. pic.twitter.com/r4Q2N577Qv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023 Þrátt fyrir að þjálfarinn segi að erfiðlega hafi gengið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir United síðasta sumar fékk félagið þó Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia. „Leikmenn voru mjög tvístígandi áður en þeir komu í fyrra og margir þeirra höfðu miklar efasemdir. Í ár eru hins vegar margir gæðaleikmenn mjög áhugasamir um að koma til okkar,„ bætti Hollendingurinn við. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, og breski auðjöfurinn Sir Jim Ratcliffe hafa lagt fram tilboð í Manchester United, en núverandi eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað verður um þetta fornfræga félag. Þrátt fyrir það er hollenski knattspyrnustjórinn handviss um að margir gæðaleikmenn séu tilbúnir að koma til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í sumar, en að það hafi verið erfitt að sannfæra þá um að koma þegar hann tók við stjórnartaumunum eftir síðasta tímabil. „Ég sé mikinn mun frá því í fyrra. Nú sjá margir leikmenn verkefnið sem er í gangi hérna. Þeir sjá hvað er í gangi og þann metnað sem lagður er í verkefnið,“ sagði Ten Hag. Ten Hag: “Last year there were a lot of reservations last year when I spoke with players to join us… now many players see the ambition in this project — they want to come”. 🚨🔴 #MUFC“Many quality players really want to join Man United now”, says via @mjcritchley. pic.twitter.com/r4Q2N577Qv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2023 Þrátt fyrir að þjálfarinn segi að erfiðlega hafi gengið að sannfæra leikmenn um að ganga í raðir United síðasta sumar fékk félagið þó Casemiro, Christian Eriksen, Antony, Lisandro Martinez og Tyrell Malacia. „Leikmenn voru mjög tvístígandi áður en þeir komu í fyrra og margir þeirra höfðu miklar efasemdir. Í ár eru hins vegar margir gæðaleikmenn mjög áhugasamir um að koma til okkar,„ bætti Hollendingurinn við.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira