Asensio frestaði fagnaðarlátum Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 21:00 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann Getafe 1-0 í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það þýðir að Barcelona þarf að bíða aðeins lengur þangað til kampavínið verður opnað. Eina mark leiksins skoraði Marco Asensio á 70. mínútu en Carlo Ancelotti, þjálfari Real, hvíldi marga af lykilmönnum sínum í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er með 71 stig að loknum 34 leikjum. Barcelona er með 82 stig á toppnum og getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Espanyol á morgun. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madríd vann Getafe 1-0 í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það þýðir að Barcelona þarf að bíða aðeins lengur þangað til kampavínið verður opnað. Eina mark leiksins skoraði Marco Asensio á 70. mínútu en Carlo Ancelotti, þjálfari Real, hvíldi marga af lykilmönnum sínum í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er með 71 stig að loknum 34 leikjum. Barcelona er með 82 stig á toppnum og getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Espanyol á morgun.