Erlent

Selenskí fær ekki að á­varpa Euro­vision annað árið í röð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Forsetinn vildi fá að ávarpa Eurovision söngvakeppnina á laugardag. Úkraínumenn fóru enda með sigur í keppninni í fyrra.
Forsetinn vildi fá að ávarpa Eurovision söngvakeppnina á laugardag. Úkraínumenn fóru enda með sigur í keppninni í fyrra. Yan Dobronosov/Global Images Ukraine/Getty

Volodomír Selenskí for­seti Úkraínu fær ekki að halda á­varp í úr­slitum Euro­vision söngva­keppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem for­setinn leitast eftir því að á­varpa söngva­keppnina án árangurs.

Í um­fjöllun Sky sjón­varps­stöðvarinnar kemur fram að Sam­bandi evrópskra sjón­varps­stöðva (EBU) hafi þótt slíkt á­varp ganga gegn reglum söngva­keppninnar. Euro­vision snúist um al­þjóð­lega skemmti­dag­skrá og hafi gert það frá upp­hafi. Úkraínumenn unnu keppnina í fyrra en hún er haldin í Liverpool í Bretlandi í ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

„Einn af horn­steinum keppninnar er ó­pólitískt eðli hennar,“ segir meðal annars í svari EBU. Það grund­vallar­at­riði þýði að ekki sé hægt að leyfa Selenskí að á­varpa keppnina.

Segir EBU í svari sínu að ellefu úkraínskir lista­menn, auk sigur­vegara keppninnar frá því í fyrra í Kalush Orchestra muni koma fram á keppninni. Þá verði sjón­varpað frá 37 stöðum í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×