Titilvonir Arsenal svo gott sem út um gluggann eftir tap á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 17:45 Titilvonir Arsenal eru orðnar að litlu sem engu. Shaun Botterill/Getty Images Arsenal mátti þola 0-3 tap gegn Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar sem Manchester City sigraði sinn leik í dag er ljóst að titilvonir Arsenal eru orðnar að litlu sem engu. Fyrri hálfleikur var markalaus en Skytturnar urðu fyrir áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar Gabriel Martinelli fór meiddur af velli. Leandro Trossard kom inn af bekknum gegn sínum gömlu félögum og átti skot í slá. Í síðari hálfleik voru það gestirnir sem tóku frumkvæðið. Julio Enciso með markið á 51. mínútu eftir sendingu frá Pervis Estupiñán. Á meðan heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin þá voru það gestirnir sem komu boltanum í netið. Deniz Undav tvöfaldaði forystuna á 86. mínútu og undir lok leiks gulltryggði Estupiñán sigur gestanna og batt enda á titilvonir Arsenal, lokatölur 0-3. Brighton this week: Lose 5-1 to relegation-battling Everton Beat Arsenal 3-0 at the Emirates pic.twitter.com/QLnSCHnT19— B/R Football (@brfootball) May 14, 2023 Eftir tap dagsins er Arsenal með 81 stig eftir 36 leiki á meðan topplið Manchester City er með 85 stig og á leik til góða. Brighton fer upp í 6. sæti með 58 stig að loknum 34 leikjum. Arsenal s last 7 games:DDDLWWL9 points from a possible 21 #BBCFootball #ARSBHA pic.twitter.com/OdvIZ0ARty— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 14, 2023 Fótbolti Enski boltinn
Arsenal mátti þola 0-3 tap gegn Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar sem Manchester City sigraði sinn leik í dag er ljóst að titilvonir Arsenal eru orðnar að litlu sem engu. Fyrri hálfleikur var markalaus en Skytturnar urðu fyrir áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar Gabriel Martinelli fór meiddur af velli. Leandro Trossard kom inn af bekknum gegn sínum gömlu félögum og átti skot í slá. Í síðari hálfleik voru það gestirnir sem tóku frumkvæðið. Julio Enciso með markið á 51. mínútu eftir sendingu frá Pervis Estupiñán. Á meðan heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin þá voru það gestirnir sem komu boltanum í netið. Deniz Undav tvöfaldaði forystuna á 86. mínútu og undir lok leiks gulltryggði Estupiñán sigur gestanna og batt enda á titilvonir Arsenal, lokatölur 0-3. Brighton this week: Lose 5-1 to relegation-battling Everton Beat Arsenal 3-0 at the Emirates pic.twitter.com/QLnSCHnT19— B/R Football (@brfootball) May 14, 2023 Eftir tap dagsins er Arsenal með 81 stig eftir 36 leiki á meðan topplið Manchester City er með 85 stig og á leik til góða. Brighton fer upp í 6. sæti með 58 stig að loknum 34 leikjum. Arsenal s last 7 games:DDDLWWL9 points from a possible 21 #BBCFootball #ARSBHA pic.twitter.com/OdvIZ0ARty— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 14, 2023