Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 13:31 Storm Shadow stýriflaugar eru bornar á loft af orrustuþotum. MBDA/Thierry Wurtz Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42
Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17