„Ég átti ekki von á þessu svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 10:30 Eyjakonur fagna marki í einvíginu á móti Haukum. Elísa Elíasdóttir var mjög góð í oddaleiknum og skoraði þá fimm mörk. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira